Flugaka­demía Íslands gjaldþrota

Flugakademía Íslands hefur í áraraðir glímt við fjárhagslegar áskoranir.
Flugakademía Íslands hefur í áraraðir glímt við fjárhagslegar áskoranir. mbl.is/Sigurður Bogi

Flugaka­demía Íslands hefur verið tekin til gjaldþrotaskipta.

Þetta staðfestir Nanna Kristjana Traustadóttir, framkvæmdastjóri Keilis, í samtali við mbl.is.

Eins og Morgunblaðið hefur greint frá þá skilaði Iceland Aviation Academy ehf., sem rekur flugskólann Flugakademíu Íslands, tapi síðustu fimm ár.

Samanlagt tap félagsins síðustu fimm ár nam yfir 520 milljónum króna ef ársreikningar síðustu ára eru skoðaðir.

Eigið fé félagsins var neikvætt um rúmar 393 milljónir króna í lok ársins 2022.

Fjórtán sagt upp hjá Keili 

Í sept­em­ber lokaði Flugaka­demía Íslands eft­ir langvar­andi rekst­ar­vanda. Aka­demí­an var dótt­ur­fé­lag Keil­is en við lok­un henn­ar var flugnámið fært und­ir Flug­skóla Reykja­vík­ur.

Í byrjun febrúar var greint frá því að Fjöl­brauta­skóli Suður­nesja myndi taka við rekstri tveggja náms­brauta sem eru nú í rekstri Keil­is, miðstöðvar vís­inda fræða og at­vinnu­lífs. Fjórtán starfs­mönn­um Keil­is var sagt upp.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK