Oculis á leið í íslensku kauphöllina

Dr. Einar Stefánsson var prófessor í augnlækningum við HÍ til …
Dr. Einar Stefánsson var prófessor í augnlækningum við HÍ til ársins 2022. Hann hefur byggt upp fyrirtækið Oculis ásamt Þorsteini Loftssyni. mbl.is/Kristófer Liljar

Líftæknifyrirtækið Oculis stefnir á skráningu félagsins í í íslensku kauphöllina síðar í þessum mánuði. Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur fyrir sitt leyti samþykkt skráningarlýsingu Oculis vegna skráningar á aðallista Kauphallar Íslands. Félagið verður í kjölfarið tvískráð hér á landi og á Nasdaq í New York, en bréf félagins voru fyrst tekin til viðskipta hjá Nasdaq í New York í fyrra.

Í aðdraganda skráningarinnar núna sótti félagið sér jafnvirði um 8 milljarða íslenskra króna (59 milljónir USD) frá fagfjárfestum hér á landi og frá núverandi hluthöfum félagsins. Verðið í hlutafjárútboðinu var $11.75 á hvern hlut en tilkynnt verður með dagsfyrirvara áður en bréfin verða formlega tekin til viðskipta í Kauphöll Íslands.

Í tilkynningu vegna skráningarinnar kemur fram að Oculis hyggist nýta það fé sem safnaðist til að efla og hraða klínískum prófunum félagsins og auka við rekstrarfé sitt sem nýtist í starfseminni. Stjórnendur Oculis gera ráð fyrir að þessi fjármögnun ásamt núverandi sjóðum félagsins, verðbréfum og skammtíma fjárfestingum muni duga til að fjármagna rekstur og fjárfestingarþörf félagsins inn á seinni helming ársins 2026.

Oculis var upphaflega stofnað á Íslandi  af Dr. Ein­ari Stef­áns­syni, pró­fess­or í augn­lækn­ing­um og Dr. Þor­steini Lofts­syni, pró­fess­or í lyfja­fræði. Byggir það lyfjaþróun sína á áralöngum rannsóknum íslenskra vísindamanna við Háskóla Íslands og Landspítala.

Árið 2018 samdi Oculis við þrjá alþjóðlega vaxtarsjóði, þá Bay City Capital, Novart­is Vent­ure Fund og Pi­votal bi­o­Vent­ure Partners, um 2.100 millj­óna króna hluta­fjáraukn­ingu. Samhliða því var ákveðið að nýjar höfuðstöðvar félagsins yrðu settar upp í Laus­anne í Sviss. Var félagið Oculis SA stofnað sem eignaðist allt hlutafé í Oculis ehf. Rannsóknar- og þróunarstarf félagsins varð þó áfram á Íslandi.

Oculis birti nýlega jákvæðar niðurstöður úr tveimur klínískum rannsóknum á OCS-01, augndropum sem byggja á Optirech tækni félagins, en droparnir bæta sjón sjúklinga með sjónhimnubjúg í sykursýki, sem meðhöndlað er með sprautuástungu á auga. Að auki draga augndroparnir úr bólgu og sársauka eftir augasteinsaðgerðir.

Gert er ráð fyrir að síðar á þessu ári muni niðurstöður liggja fyrir úr nokkrum klínískum rannsóknum, m.a. fyrir lok annars ársfjórðungs á OCS-02 (TNF-hamlara) líftækni-augndropum Oculis við alvarlegum augnþurrki, sem og á notkun OCS-05 til meðhöndlunar á  sjóntaugarbólgu á fjórða ársfjórðungi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK