Air Atlanta stækkar flotann

Baldvin M. Hermannsson, forstjóri Air Atlanta, segir kaupin tryggja áframhaldandi …
Baldvin M. Hermannsson, forstjóri Air Atlanta, segir kaupin tryggja áframhaldandi vöxt eftir krefjandi tíma. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Air Atlanta stækkar flotann með kaupum á tveimur B777-200ER farþegavélum og þremur B747-400F fraktvélum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. 

Þar segir, að fraktvélarnar þrjár komi frá China Airlines og séu systurskip flugvélanna sem keyptar voru í fyrra, tveimur B747-400 fraktvélum og tveimur B777-300ER farþegavélum.

„Flugdrægni þeirra og burðageta upp á allt að 120 tonn mun styrkja til muna fraktflota Air Atlanta ásamt því að auka rekstrarhagkvæmi félagsins á alþjóðlegum fraktmarkaði.

Skráningarnúmer fraktvélana (MSN) eru 33729, 33731, and 33732 og munu þær hefja rekstur hjá Air Atlanta á haustmánuðum 2024,“ segir í tilkynningunni. 

Hefja rekstur hjá félaginu í sumar

Þá segir, að farþegavélarnar tvær, sem taki 404 farþega í sæti, muni tvöfalda stærð B777 flota Air Atlanta.

„Kaupin á vélunum falla vel að framtíðasýn og markmiðum félagsins, að skipta út B747-400 vélum fyrir nýrri og hagkvæmari tegund flugvéla. Skráninganúmer þeirra (MSN) eru 34376 og 34378 og voru vélarnar áður í rekstri hjá Air New Zealand. Vélarnar munu hefja rekstur hjá Air Atlanta strax í sumar.

Að kaupunum loknum mun floti Air Atlanta samanstanda af að minnsta kosti fjórtán B747-400 fraktvélum og fjórum B777-300ER/200ER farþegavélum í lok árs 2024,“ segir enn fremur í tilkynningu. 

Kaupin tryggja áframhaldandi vöxt

„Það er afar ánægjulegt að geta staðfest umtalsverða nýliðun flugvélaflota Air Atlanta - fjárfestingu til framtíðar. Alls höfum við á síðustu tólf mánuðum fest kaup á fimm B747-400 fraktvélum og fjórum B777 farþegavélum til viðbótar við núverandi flota, sem er umtalsverð aukning. Kaupin tryggja áframhaldandi vöxt eftir krefjandi tíma, styrkja rekstrargrundvöll félagsins og undirstrika stöðu þess sem leiðandi, alþjóðlegs leiguflugfélags með umsvif víða um heim,“ segir Baldvin M. Hermannsson, forstjóri Air Atlanta í tilkynningu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK