Frá og með mánudeginum 15. apríl verða kvöldfréttir Stöðvar 2 sýndar í opinni dagskrá. Rúm þrjú ár eru liðin frá því að fréttatímanum var lokað fyrir öðrum en áskrifendum, en það var gert í janúar 2021.
Munu landsmenn nú geta fylgst með kvöldfréttum, íþróttafréttum og Íslandi í dag, óháð því hvort þeir séu með áskrift að Stöð 2 eður ei.
Kvöldfréttunum verður jafnframt útvarpað á Bylgjunni, eins og hefur tíðkast, auk þess sem þær verða í beinni útsendingu á Vísi.