Arion banki hækkar vexti

mbl.is/Kristinn Magnússon

Arion banki hefur hækkað verðtryggða fasta íbúðalánavexti um 0,50 prósentustig og verða þeir nú 4,24%

Á föstudaginn taka svo eftirfarandi breytingar á innlánavöxtum Arion gildi:

Innlán

  • Vextir veltureikninga lækka um allt að 0,85 prósentustig
  • Vextir óverðtryggðra sparireikninga lækka um allt að 0,10 prósentustig
  • Vextir gjaldeyrisreikninga lækka um allt að 0,10 prósentustig

Fram kemur í tilkynningu á vef bankans, að vaxtabreytingar útlána taki mið af fjármögnunarkostnaði bankans á hverjum tíma en einnig af öðrum þáttum, m.a. útlánaáhættu.

„Fjármögnunarkostnaður bankans fylgir að hluta til stýrivöxtum Seðlabankans en einnig hafa aðrar fjármögnunarleiðir umtalsverð áhrif, svo sem innlán viðskiptavina, markaðsfjármögnun, erlend skuldabréfaútgáfa og eiginfjárgerningar.

Breytingar á vöxtum lána sem falla undir lög um neytendalán eða lög um fasteignalán til neytenda taka gildi í samræmi við skilmála lánanna og tilkynningar um vaxtabreytingar,“ segir í tilkynningunni. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK