Ný hótelkeðja er í burðarliðnum á Íslandi

Magnea Þórey Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Bohemian Hotels.
Magnea Þórey Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Bohemian Hotels. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Athygli vakti þegar greint var frá sérleyfissamningi íslenska fyrirtækisins Bohemian Hotels við Hilton-keðjuna um tvö ný hótel á Íslandi. Annað á Akureyri og hitt í Bríetartúni Reykjavík.

Magnea Þórey Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Bohemian Hotels, segir þetta aðeins upphafið.

„Við sjáum aftur á móti þessi tvö hótel einungis sem upphaf á vaxandi félagi og fjölgun hótela sem passa inn á markaðinn á næstu árum. Faglegt hótelfélag með skýra sýn á framtíðaruppbyggingu og athygli á mikilvægi þess að hótel þurfa að sjálfsögðu að vera áhugaverð fyrir gestina en samtímis einnig fyrir íbúa landsins og samfélag.“

Lesa má meira um málið í ViðskiptaMogg­an­um í dag. 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK