Húsasmiðjan tekur við vörumerkjum Grillbúðarinnar

Einar Long, sem rekið hefur Grillbúðina um árabil, og Árni …
Einar Long, sem rekið hefur Grillbúðina um árabil, og Árni Stefánsson, forstjóri Húsasmiðjunnnar.

Einar Long, sem rekið hefur Grillbúðina um árabil, hefur ákveðið að setjast í helgan stein og afhenda keflið áfram og mun Húsasmiðjan taka við þeim vörumerkjum sem seld hafa verið í versluninni um 17 ára skeið. Helsta áhersla Grillbúðarinnar hefur verið á þýsku Landmann og Enders grillunum ásamt ýmsum tengdum vörum og fylgihlutum.

„Það hafa verið forréttindi að geta aðstoðað Íslendinga við að grilla síðustu árin, enda erum við meiri grillþjóð en gengur og gerist. Erlendis grilla menn yfirleitt þegar veður er gott en við grillum hvernig sem viðrar. Á þessum tímamótum viljum við hjónin þakka öllum okkar viðskiptavinum fyrir tryggðina í gegnum árin en nú gefst okkur meiri tími til að sinna fjölskyldu og áhugamálum,“ segir Einar í sameiginlegri tilkynningu.

Húsasmiðjan tekur sem fyrr segir við vörumerkjum Grillbúðarinnar.

„Einar hefur verið ákveðinn kyndilberi í íslenskri grillmenningu og það er okkur heiður að taka við Landmann og Enders af honum og bjóða viðskiptavinum okkar upp á enn fjölbreyttara og betra úrval grilla og þeirra aukahluta sem fylgja,“ segir Árni Stefánsson, forstjóri Húsasmiðjunnnar.

„Við höfum einnig verið að fara yfir vöruúrval Landmann og Enders og sjáum tækifæri á að efla enn vöruflóruna með nýjungum frá þessum sterku vörumerkjum,“ segir Árni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK