Fyrsta stýrivaxtalækkun Svía í átta ár

Seðlabanki Svíþjóðar hefur lækkað stýrivextina og er þar um að …
Seðlabanki Svíþjóðar hefur lækkað stýrivextina og er þar um að ræða fyrstu stýrivaxtalækkun þar í landi í átta ár. Ljósmynd/Vefur Seðlabanka Svíþjóðar

Sænski seðlabankinn lækkaði í dag stýrivexti sína úr 4,0 í 3,75 prósent sem er fyrsta stýrivaxtalækkun þar í landi í átta ár. Telja fræðingar hagmála þar ytra að furðum hefði sætt hefði ákvörðun bankans orðið önnur.

„Þetta er kærkomið og jákvætt. Ákvörðunin stuðlar að auknum kaupmætti heimilanna miðað við grunnlaun,“ segir Erik Thedéen seðlabankastjóri.

Forðast að koma á óvart

Miðað við verðbólguhorfur í Svíþjóð gerir bankinn ráð fyrir að lækka megi stýrivexti tvisvar í viðbót næsta hálfa árið.

„Bankinn stígur varlega til jarðar og forðast að koma á óvart,“ segir Alexander Norén, helsti álitsgjafi sænska rikisútvarpsins SVT um málefni hagfræðinnar, og kveðst sannfærður um að engar upp- og niðursveiflur séu væntanlegar í sænskum stýrivöxtum á næstunni.

NRK

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK