Allir dómarar vanhæfir í málinu

Héraðsdómur Reykjavíkur.
Héraðsdómur Reykjavíkur. Morgunblaðið/Þór

Landsréttur staðfesti nýlega að allir dómarar í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli Örnu MacClure, fyrrverandi yfirlögfræðings Samherja, væru vanhæfir vegna aðkomu héraðsdómarana Finns Þórs Vilhjálmssonar og Björns Þorvaldssonar að rannsókn málsins gegn henni.

Arna hefur í fjögur ár haft réttarstöðu sakbornings í rannsókn hérðassaksóknara vegna meintra brota Samherja í Nambíu. Eins og Morgunblaðið greindi frá í febrúar hafði Arna aldrei í málinu, hvorki við skýrslutökur né í öðrum gögnum málsins, verið upplýst um meint sakarefni. Þegar málið var höfðað í fyrra hafði hún ekki heyrt frá héraðssaksóknara í 17 mánuði, eða frá því í ágúst 2021, vegna boðunar í skýrslutöku og nú eru liðnir 32 mánuðir frá þeirri boðun. Áður hafði Arna reynt að fá rannsóknina fellda niður, sem Héraðsdómur Reykjavíkur og Landsréttur höfnuðu.

Málið nú var höfðað aftur á þeim grunni að allir dómarar við Héraðsdóm Reykjavíkur væru vanhæfir til að dæma um sakarefnið, vegna aðkomu Finns Þórs og Björns að rannsókn málsins þegar þeir störfuðu hjá héraðssaksóknara. Héraðsdómur hafði hafnað kröfunni en Landsréttur sneri þeirri ákvörðun við.

Lögð voru fram ný gögn sem sýndu að hérðaðssaksóknari hefði leynt aðkomu sinni að rannsókn í máli lögreglustjórans á Norðurlandi eystra vegna ætlaðra brota fjölmiðlamanna gagnvart Örnu. Í því máli hefur bróðir Finns Þórs réttarstöðu grunaðs manns. Þá höfðu Finnur Þór og Björn ríka aðkomu sem saksóknarar að rannsókn málsins, sem olli vanhæfi allra dómara hjá Héraðsdómi Reykjavíkur. Landsréttur taldi þá staðreynd að tveir dómarar komu að rannsókninni til þess fallna að draga óhlutdrægni annarra dómara í efa.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK