„Það sem er áhugaverðast við niðurstöðu Landsréttar að mínu mati er að þegar og ef embætti héraðssaksóknara gefur út ákærur í þessu svokallaða Namibíumáli Samherja geta engir dómarar við Héraðsdóm Reykjavíkur að öllum líkindum dæmt í því máli vegna vanhæfis.“
Þetta segir Halldór Brynjar Halldórsson, lögmaður Örnu McClure, fyrrverandi yfirlögfræðings Samherja, í samtali við ViðskiptaMoggann, inntur eftir viðbrögðum við úrskurði Landsréttar um að allir dómarar við Héraðsdóm Reykjavíkur hafi verið metnir vanhæfir að taka mál hennar til meðferðar.
Eins og Morgunblaðið greindi frá í gær olli aðkoma héraðsdómaranna Finns Þórs Vilhjálmssonar og Björns Þorvaldssonar að rannsókn málsins gegn henni vanhæfi allra dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur.
Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.