Nýmarkaðsríki hafa á undanförnum árum skapað sér stærri sess í hugum fjárfesta sem álitleg ríki til að fjárfesta í. Um 60 prósent af íbúafjölda heimsins búa á svæðum sem flokka má sem nýmarkaðsríki og lönd á borð við Kína, Indland, Brasilíu og Suður-Afríku hafa farið í gegnum tímabil sem einkennist af miklum vexti. Aftur á móti eru aðeins um 10-20% af þeim eignum sem hægt er að fjárfesta í fyrir hendi í nýmarkaðsríkjum og flestir fjárfestar á Vesturlöndum eiga jafnvel minna. Hagvöxtur í nýmarkaðsríkjum er oft á tíðum 2-3% hærri en á mörkuðum þróaðri ríkja.
Fredrik Bjelland er sjóðstjóri hjá SKAGEN Kon-Tiki, en fyrirtækið er með 1,5 milljarða bandaríkjadollara í virkri stýringu í sjóði sem fjárfestir í nýmarkaðsríkjum. Hann segir að vitaskuld fylgi því áskoranir að fjárfesta í nýmarkaðsríkjum en á móti komi að það feli í sér ýmsa kosti. Til dæmis eru þær fjárfestingar mun ódýrari en í þróaðri ríkjum og mögulega meiri vaxtarmöguleikar. Það geri fyrirtækin sem þar eru að spennandi fjárfestingakosti.
Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.