Tækifæri liggi í nýmarkaðsríkjum

Fredrik Bjelland, sjóðstjóri hjá SKAGEN Kon-Tiki, segir að aukið upplýsingaflæði …
Fredrik Bjelland, sjóðstjóri hjá SKAGEN Kon-Tiki, segir að aukið upplýsingaflæði einfaldi til muna fjárfestingar í nýmarkaðsríkjum. Eyþór Árnason

Ný­markaðsríki hafa á und­an­förn­um árum skapað sér stærri sess í hug­um fjár­festa sem álit­leg ríki til að fjár­festa í. Um 60 pró­sent af íbúa­fjölda heims­ins búa á svæðum sem flokka má sem ný­markaðsríki og lönd á borð við Kína, Ind­land, Bras­il­íu og Suður-Afr­íku hafa farið í gegn­um tíma­bil sem ein­kenn­ist af mikl­um vexti. Aft­ur á móti eru aðeins um 10-20% af þeim eign­um sem hægt er að fjár­festa í fyr­ir hendi í ný­markaðsríkj­um og flest­ir fjár­fest­ar á Vest­ur­lönd­um eiga jafn­vel minna. Hag­vöxt­ur í ný­markaðsríkj­um er oft á tíðum 2-3% hærri en á mörkuðum þróaðri ríkja.

Áskor­an­ir fylgja

Fredrik Bj­el­l­and er sjóðstjóri hjá SKA­GEN Kon-Tiki, en fyr­ir­tækið er með 1,5 millj­arða banda­ríkja­doll­ara í virkri stýr­ingu í sjóði sem fjár­fest­ir í ný­markaðsríkj­um. Hann seg­ir að vita­skuld fylgi því áskor­an­ir að fjár­festa í ný­markaðsríkj­um en á móti komi að það feli í sér ýmsa kosti. Til dæm­is eru þær fjár­fest­ing­ar mun ódýr­ari en í þróaðri ríkj­um og mögu­lega meiri vaxt­ar­mögu­leik­ar. Það geri fyr­ir­tæk­in sem þar eru að spenn­andi fjár­fest­inga­kosti.

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogg­an­um í dag.

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK