Fiskikóngurinn skilar 110 milljóna hagnaði

Kristján Berg eigandi Fiskikóngsins.
Kristján Berg eigandi Fiskikóngsins. mbl.is/Golli

Fiskikóngurinn hagnaðist um rúmar 110 milljónir króna á síðasta ári, en hagnaðurinn jókst um tæpar 23 milljónir króna milli ára. Þetta kemur fram í nýjum ársreikningi félagsins.

Fiskikóngurinn er í eigu Kristjáns Berg Ásgeirssonar og rekur félagið samnefnda fiskbúð á Sogavegi. Breytingar einkenndu rekstrarfyrirkomulag félagsins á síðasta ári, en sérstakt félag var stofnað um reksturinn á Heitum pottum ehf., sem fram að því hafði verið undir sama félagi.

Auk þess var annarri verslun Fiskikóngsins á Höfðabakka 1 lokað.

Seldu fisk fyrir 809 milljónir

Heildarvelta félagsins á síðasta ári nam um 813 milljónum króna, en þar af voru sölutekjur um 809 milljónir. Rekstrarkostnaður nam um 677 milljónum, þar af var launakostnaður um 169 milljónir. Sextán starfsmenn voru að meðaltali á launaskrá félagsins á síðasta ári.  

Eignir félagsins námu um 587 milljónum króna í árslok, en skuldir voru samtals rúmar 65 milljónir og lækkuðu um rúmar 41 milljón milli ára. 

Stjórn félagsins hyggst ekki greiða út arð á þessu ári. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK