Skel kaupir eina stærstu verslunarkeðju Belgíu

Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason er forstjóri fjárfestingafélagsins Skeljar.
Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason er forstjóri fjárfestingafélagsins Skeljar. Samsett mynd

Íslenska fjárfestingafélagið Skel og sænska fyrirtækið Axcent Scandinavia AB hafa fest kaup á belgísku verslunarkeðjunni INNO.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Skel. Félag í jafnri eigu Skeljar og Axcent Scandinavia AB sem á og rekur sænska verslunarfélagið Åhléns hefur fest kaup á belgíska verslunarfélaginu INNO sem er ein stærsta verslunarkeðjan í Belgíu með 16 stórverslanir í þjónustukjörnum í stærstu borgum landsins.

INNO býður vinsæl vörumerki í tískufatnaði, snyrtivörum, leikföngum, húsbúnaði, heimilisvörum, húsgögnum og fleiri vöruflokkum. Fyrirtækið rekur einnig netverslun og heildverslun og eru starfsmenn samtals 1360 talsins.

Ráðgjafi við kaupin var Arion banki.

Velti 44 milljörðun króna

Velta INNO á starfsárinu 2023-2024 nam 313,7 milljónum evra og nam EBITDA hagnaðurhlutfallið 3%. INNO er eina verslunarkeðja sinnar tegundar í Belgíu og rekur hún sögu sína aftur til ársins 1897.

Fjárfesting SKEL í verkefninu nemur um 3% af heildareignum SKEL.

Åhléns er sænsk verslunarkeðja sem rekur yfir 48 verslanir og vöruhús um alla Svíþjóð, þar á meðal 18 verslanir í Stokkhólmi. Verslunin býður fjölda vörumerkja í ólíkum vöruflokkum en þekktust er hún fyrir fatnað, húsbúnað og snyrtivörur.

Åhléns er ein þekktasta verslun Svíþjóðar og hefur hún verið starfrækt frá árinu 1899.

Sænski athafnamaðurinn Ayad Al-Saffar, stofnandi Axcent of Scandinavia, keypti Åhléns árið 2022 ásamt fjárfestingafélaginu Härstedt & Jansson Invest AB og hefur hann leitt stefnumótun og vöxt félagsins síðan þá.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK