Einkavæða alþjóðaflugvelli

Vel útfærð einkavæðing á Keflavíkurflugvelli gæti skilað miklum ávinningi.
Vel útfærð einkavæðing á Keflavíkurflugvelli gæti skilað miklum ávinningi. mbl.is/Eggert

Sífellt fleiri alþjóðaflugvellir, sem áður voru einkum í opinberri eigu, eru einkavæddir og hefur sú þróun verið afgerandi hröðust í Evrópu. Á árunum 1990-2020 voru um 450 alþjóðaflugvellir einkavæddir, þar af 169 evrópskir.

Umfangsmikil rannsókn á einkavæðingu flugvalla bendir til þess að ávinningur af einkavæðingu sé mikill, sér í lagi þegar innviðafjárfestingasjóðir fara með eignarhald. Skilvirkni, afköst og gæði aukast, auk þess sem aðgengi að fjármagni og þekking og reynsla sérhæfðra eigenda stuðla að árangursríkri innviðauppbyggingu.

Mikil uppbygging hafin

Mikil uppbygging er hafin á Keflavíkurflugvelli en hún verður framkvæmd í áföngum næstu áratugina og krefst hundraða milljarða króna fjárfestingar.

Vel útfærð einkavæðing á Keflavíkurflugvelli gæti skilað miklum ávinningi en þar skiptir miklu að þjóðarhagsmunir séu tryggðir um leið.

Í ViðskiptaMogganum sem kom út miðvikudaginn 7. ágúst var gerð grein fyrir því hvernig einkavæðing Keflavíkurflugvallar gæti litið út.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK