Stjórnarslitin geti haft áhrif á vaxtaákvörðun

Næsta vaxtaákvörðun Peningastefnunefndar Seðlabankans verður kynnt þann 20. nóvember næstkomandi.
Næsta vaxtaákvörðun Peningastefnunefndar Seðlabankans verður kynnt þann 20. nóvember næstkomandi. mbl.is/Ómar Óskarsson

Óhjákvæmilegt er að mati Greiningar Íslandsbanka að stjórnarslit og yfirvofandi kosningar muni bera á góma á vaxtaákvörðunarfundunum í nóvember, enda stefnt að alþingiskosningum í lok þess mánaðar.

Í greiningunni kemur fram að gagnlegt sé að skoða hvernig slíkar vendingar hafi endurspeglast í umræðum og ákvarðanatöku peningastefnunefndar undanfarin ár, sér í lagi þegar slíkt umrót hefur átt sér stað með tiltölulega skömmum fyrirvara líkt og nú. Peningastefnunefnd hefur því í ákvörðunum sínum áður tekið tillit til pólitískrar óvissu í tengslum við stjórnarslit.

Í greiningu Íslandsbanka segir að áherslur flestra flokka og óvissa tengd niðurstöðu kosninganna og endanlegri stjórnarmyndun geti líklega haldið aftur af peningastefnunefndinni við að stíga stórt vaxtalækkunarskref í nóvember.

„Hins vegar teljum við ólíklegt að þær áhyggjur ríði baggamuninn ef aðrir áhrifaþættir á borð við þróun verðbólgu, verðbólguvæntinga og efnahagshorfa samrýmast lækkun vaxta að mati peningastefnunefndar,“ segir jafnframt í greiningunni.

Í fundargerð Peningastefnunefndar sem birt var síðastliðinn miðvikudag kemur fram að allir nefndarmenn hafi verið sammála þeirri ákvörðun að lækka vexti um 25 punkta. Nefndarmaðurinn Herdís Steingrímsdóttir hefði þó kosið að halda vöxtum óbreyttum.

Næsta vaxtaákvörðun verður þann 20. nóvember næstkomandi.

Greinin birtist í Morgunblaðinu í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka