Tveir fundir voru haldnir um samkeppnishæfni Íslands í dag. Annars vegar hélt Viðskiptaráð Íslands fund í morgun í Hörpunni um úttekt viðskiptaháskólans IMD í Sviss sem starfrækir rannsóknarsetur sem gerir árlega úttekt á samkeppnishæfni 61 þjóðar. Viðskiptaráð er samstarfsaðili IMD og sér um gagnavinnslu hér á landi.
Hins vegar var að um að ræða svokallaðan Social Progress Index sem settur er saman af teymi hagfræðinga undir stjórn Michael Porter, prófessors í hagfræði við Harvard háskóla. Við uppröðun á listann er horft framhjá hefðbundnum mælikvörðum hagfræðinnar á borð við hagvöxt og þess í stað litið til lífsgæða og tækifæra til velgengni. Styðst listinn við opinber gögn frá alþjóðastofnunum og er meðal annars litið til heilsufars, mannréttinda og menntunar, auk annarra þátta. Listinn var fyrst settur saman 2013 og hefur vakið mikla athygli en pistlahöfundur hefur fjallað um hann áður. Nánar verður fjallað um fund SPI síðar en vegna fundarins í Aron banka í dag kom Michael Green til landsins en hann er einn nánasti samstarfsmaður Porters.
En víkjum aftur að úttekt IMD. Samkeppnishæfni hvers ríkis samkvæmt aðferðarfræði þeirra er metin út frá samsettri einkunn sem skiptist í fjóra meginþætti:
Útkoman byggir á 340 mælikvörðum sem samanstanda af haggögnum og niðurstöðum stjórnendakönnunar. Könnunin byggir á huglægu mati sem lengst af hefur viktað neikvætt, við höfum minni trú á okkur sjálfum en haggögn gefa til kynna. Kemur líklega fáum á óvart sem fylgjast með þjóðfélagsumræðunni en í dag var fyrirsögnin: Þið hafið aldrei haft það eins skítt, líklega ýktasta dæmi þess.
Ísland hefur hækkað um fimm sæti síðan núverandi ríkisstjórn tók við og er nú í 24. sæti með 74 stig og hefur aldrei verið hærra. Ljóst er að þáttur eins og afnám fjármagnshafta mun færa Ísland upp um nokkur sæt. Líklega þarf að skapa meiri félagslega sátt í landinu áður en Ísland getur gert atlögu að topp 10 listanum. Bandaríkin tróna enn á toppinum og eru nánast eins og viðmiðunarpunktur, með 100 stig af 100 mögulegum. Kanada og Noregur styrkja stöðu sína – og við getum glaðst yfir að Ísland fer upp fyrir Austurríki og erum ekki langt á eftir Finnlandi sem er nú í 20. sæti. Sem fyrr eru það öflugir innviðir sem eru okkar styrkleiki en við sækjum aðeins á í skilvirkni hins opinbera.
Í fyrirlestri Björns Brynjúlfs Björnssonar, hagfræðings Viðskiptaráðs, voru fimm stærstu viðfangsefni Íslands útlistuð, en úrlausn þeirra ræður miklu um útkomuna að ári liðnu. Við ættum öll að þekkja þessi viðfangsefni nokkuð vel:
Báðar þessar rannsóknir sýna að Ísland er meðal fremstu þjóða þegar kemur að samkeppnishæfni. Sá mælikvarði sem mælir gæði samfélagsins almennt, SPI, setur okkur í 4. sæti í heiminum. Mælikvarði IMD setur okkur í 24. sæti en líklega á Ísland inni nokkuð stökk þegar höftum hefur verið aflétt. Þetta er staðfesting á því að hér er margt gott til að byggja á en við getum haldið áfram og gert betur.
Það skal tekið fram að þau viðhorf sem birtast í þessum pistli eru eingöngu höfundar og á hans ábyrgð.