c

Pistlar:

13. júlí 2015 kl. 15:33

Viðar Garðarsson (vg.blog.is)

Markmið Landsvirkjunar

Á vef Landsvirkjunar er undirsíða sem ber nafnið Samkeppnisforskot“. Þar segir: „Markmið Landsvirkjunar er að bjóða ávallt samkeppnishæfustu kjör á raforku í Evrópu með langtímasamningum, hagstæðu verði og miklu afhendingaröryggi. Landsvirkjun býður í dag langtímasamninga um endurnýjanlega raforku á hagstæðasta verði innan Evrópu, en á árinu 2011 kynnti fyrirtækið 12 ára samninga á $43/MWst. Til samanburðar var markaðsverð á raforku í Skandinavíu þá $65/MWst og í Þýskalandi $71/MWst.

Það er holur hljómur í þessari fullyrðingu Landsvirkjunar um hagstæðasta verð innan Evrópu þegar litið er til kvartana frá bændum, iðnfyrirtækjum og nú síðast fiskimjölsframleiðendum sem benda á verðskrá Landsvirkjunar hafi verið hækkuð sem nemur 40% á þessu ári. Ljóst er samkvæmt þessu að Landsvirkjun nær ekki  markmiði sínu um hagstæðasta verð innan Evrópu. Verðið, $43/MWst, er langt frá því geta talist hagkvæmur kostur í dag.

Nordpoolspot mars

Eins og sjá á myndinni hér að ofan hafa miklar breytingar átt sér stað á orkumörkuðum eftir að þetta markmið Landsvirkjunar var sett fram árið 2011. Á þeim tíma er ljóst að $43/MWst hefur ekki verið óraunhæft markmið.  Nú hefur það hins vegar gerst að verð í Evrópu hefur verið lækka umtalsvert  og sérstaklega mikið síðustu 2 árin. Því til staðfestingar er vísað á síður Nordpoolspot og The European Energy Exchange. Á þessum síðum má sjá umtalverða lækkun á orku bæði í Skandinavíu og Þýskalandi. Verðið í Skandinavíu, sem var $65/MWst þegar Landsvirkjun setti fram þetta markmið, er þegar þetta er skrifað $16/MWst og verðið í Þýskalandi, sem var árið 2011 $71/MWst, hefur fallið í $32/MWst.

Vísbendingar dagsins í dag og spár greiningaraðila benda til þess að orkuverð standi í besta falli í stað eða haldi áfram að lækka. Það er áhugaverð spurning hvað skýrt getur hækkanir Landsvirkjunar þegar fyrirtækið er svona langt frá því að geta uppfyllt opinbert markmið sitt um að bjóða hagstæðasta orkuverð í Evrópu. Er ekki komin tími til þess að endurskoða verðstefnu fyrirtækisins þannig að fyrirtækið geti staðið við útgefin markmið sín?

Viðar Garðarsson

Viðar Garðarsson

Höfundur er markaðsstjóri hjá TARAMAR ehf, markaðsráðgjafi hjá markadsmenn.is og stjórnendaþjálfari hjá Leadership Management International.

Meira

Myndasyrpur