Gul viðvörun tekur gildi á morgun

Gul viðvörun tekur gildi á morgun.
Gul viðvörun tekur gildi á morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Gul viðvörun er vegna veðurs á Suðurlandi, Faxaflóa og Miðhálendinu á morgun.

Á vef Veðurstofu Íslands segir að búast megi við hvassviðri eða stormi og talsverði rigningu. Þá verði ekkert útivistarveður verður á meðan veðrið gangi yfir. Enn fremur segir að á Miðhálendinu verði varasamar eða hættulegar aðstæður fyrir ferðamenn og útivistarfólk.

Á Suðurlandi tekur gula viðvörunin gildi klukkan 06 og stendur yfir til hádegis. Gildir hún frá klukkan 07 til klukkan 13 fyrir Faxaflóa en fyrir Miðhálendið frá klukkan 07 til klukkan 17.

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert