Stormy vill að Trump beri vitni

Lögmaður Daniels hefur krafist þess að forseti Bandaríkjanna beri vitni …
Lögmaður Daniels hefur krafist þess að forseti Bandaríkjanna beri vitni í málinu. AFP

Klámmyndaleikkonan Stormy Daniels hefur farið fram á að Donald Trump Bandaríkjaforseti komi fyrir dómara og beri vitni um fullyrðingu hennar um að þau hafi átt í sambandi. BBC greinir frá.

Lögmaður hennar, Michael Avenatti, vill fá eiðsvarinn vitnisburð frá forsetanum um peningagreiðslu sem átti að þagga niður í Daniels rétt áður en Bandaríkjamenn kusu sér nýjan forseta. Avenatti vill einnig fá viðtalstíma með lögmanni forsetans.

Daniels segist hafa stundað óvarið kynlíf með forsetanum árið 2006, ári eftir að hann kvæntist eiginkonu sinni, Melaniu Trump. Hann neitar ásökunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert