Sakfelldir fyrir morð á fyrrverandi glæpaforingja

Nedim Yas­ar var skot­inn til bana við Hejrevej í norðvest­ur­hluta …
Nedim Yas­ar var skot­inn til bana við Hejrevej í norðvest­ur­hluta Kaup­manna­hafn­ar í nóvember 2018, sama kvöld og útgáfuhóf var haldið honum til heiðurs, en bók um æviminningar hans kom út daginn eftir morðið. Í bókinni fjall­aði um það hvernig hann yf­ir­gaf heim skipu­lagðrar glæp­a­starf­semi. AFP

Tveir menn á þrítugsaldri hafa verið sakfelldir fyrir morð á Nedim Yasar, fyrrverandi leiðtoga dansks glæpagengis. 

Yasar, sem hafði snúið baki við undirheimunum, var skotinn til bana í nóvember 2018, sama kvöld og útgáfuhóf var haldið honum til heiðurs, en bók um æviminningar hans kom út daginn eftir morðið. Í bókinni fjall­aði hann um það hvernig hann yf­ir­gaf heim skipu­lagðrar glæp­a­starf­semi.

Alexander Findanis var dæmdur fyrir að skjóta Yasar og vinur hans, Martin Binni Svanberg, var fundinn sekur um að keyra bíl sem Findanis notaði til að flýja af vettvangi. Líklegt er talið að tvímenningarnir fái hvor um sig 16 ára fangelsisdóm. Þeir neita báðir sök og hyggjast áfrýja dómnum. 

Lögreglan á vettvangi morðsins, kvöldið sem Nedim Yasar var skotinn …
Lögreglan á vettvangi morðsins, kvöldið sem Nedim Yasar var skotinn til bana. AFP

Yas­ar, sem var 31 árs að aldri, var fædd­ur í Tyrklandi en flutti til Dan­merk­ur þegar hann var fjög­urra ára gam­all. Hann var ung­ur að árum þegar hann gekk til liðs við glæpa­sam­tökin Los Gu­er­reros sem eru þekkt fyr­ir eit­ur­lyfja­sölu í Dan­mörku. Þegar hann fékk að vita að hann væri að verða faðir árið 2012 ákvað hann að yf­ir­gefa líf glæpa­manns­ins og fara í meðferð fyr­ir glæpa­menn sem vilja yf­ir­gefa þann heim.

Eft­ir meðferð fór hann að starfa sem leiðbein­andi ungs fólks hjá Rauða krossinum og varð þekkt­ur fyr­ir út­varpsþætti á Radi­o24­syv.

Að sögn lög­reglu leitaði Yas­ar til henn­ar í ág­úst 2017 vegna þess að reynt var að drepa hann. Í kjöl­farið fékk hann neyðar­hnapp frá lög­regl­unni en var ekki með hann á sér þegar hann var skot­inn til bana rúmu ári síðar. 

Dómurinn komst ekki að niðurstöðu um hvað knúði Findanis til að myrða Yasar, en Findanis er liðsmaður í öðru gengi, mótorhjólagenginu Satudarah.

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert