Hafa engin áhrif á rannsókn á Spáni

Sunna ásamt móður sinni, Unni Birgisdóttur, á spítalanum á Malaga …
Sunna ásamt móður sinni, Unni Birgisdóttur, á spítalanum á Malaga en þar hefur Sunna dvalið sökum farbanns undanfarinn mánuð. Ljósmynd/Aðsend

Utanríkisþjónustan getur engin áhrif haft á framgang lögreglurannsóknar á Spáni, en kunnugt er um að íslensk lögregluyfirvöld hafa leitað eftir samstafi við spænsk lögregluyfirvöld um hana. Þetta kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu vegna máls Sunnu El­viru Þor­kels­dótt­ur.

Sunna hlaut mænuskaða eft­ir að hafa fallið á milli hæða á heim­ili sínu á Spáni í janú­ar. Sunna hef­ur verið í far­banni á Spáni eft­ir að eig­inmaður henn­ar var hand­tek­inn við kom­una til Íslands, skömmu eft­ir slysið, grunaður um aðild að fíkni­efna­máli.

Í tilkynningunni frá utanríkisráðuneytinu segir að málið hafi verið í forgangi hjá borgaraþjónustunni og ræðismaður Íslands í Malaga hafi sinnt málinu frá því það kom upp. Sendiherra Íslands gagnvart Spáni er staddur í Malaga en hann hitti Sunnu og lækna hennar á háskólasjúkrahúsinu í Malaga og fundaði með skrifstofu spítalans.

„Frá upphafi hefur höfuðáhersla verið lögð á að koma meðhöndlun hennar í réttan farveg og hafa ákveðin skref verið stigin hvað það varðar; m.a. var henni útvegaður sjúkraþjálfari,“ segir í tilkynningunni.

„Utanríkisþjónustan getur engin áhrif haft á framgang lögreglurannsóknar á Spáni, en kunnugt er um að íslensk lögregluyfirvöld hafa leitað eftir samstafi við spænsk lögregluyfirvöld um hana.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka