Sunna leyst úr farbanni

Sunna Elvira Þorkelsdóttir.
Sunna Elvira Þorkelsdóttir. Ljósmynd/Facebook

Lögregla hér á landi mun taka yfir rannsókn á máli Sunnu Elviru Þorkelsdóttur, en samningar þess efnis voru undirritaðir í gær.

Í kjölfarið mun farbanni Sunnu í Malaga á Spáni verða aflétt og ráðgert er að hún verði flutt heim til Íslands snemma í næstu viku. Það er þó með fyrirvara um að búið verði að ljúka við öll helstu formsatriði. Þetta hefur Morgunblaðið eftir áreiðanlegum heimildum í dag.

Sunna Elvira hefur legið lömuð á háskólasjúkrahúsi í Malaga undanfarinn mánuð. Hún hefur lýst aðstæðum sínum á spítalanum en að hennar sögn er læknisþjónustan af skornum skammti.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka