Frumkvöðlar í sviðsljósinu

Tveir nemendur í Aþenu. Birta Björk Andradóttir og Birta María …
Tveir nemendur í Aþenu. Birta Björk Andradóttir og Birta María Pétursdóttir.

Nemendur og kennarar í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti taka árlega þátt í fjölmörgum mismunandi verkefnum erlendis og næstu vikur og mánuði fara um 70 nemendur í námsheimsóknir, nemendaskiptaferðir og starfsþjálfun á erlendri grundu, að sögn Ágústu Unnar Gunnarsdóttur, kynningarstjóra og alþjóðafulltrúa FB.

Ágústa fer á þriðjudag með sjö nemendur í vikuferð til Tiblísi í Georgíu, 17 nemendur ásamt tveimur kennurum fara til Noregs í byrjun mars, 20 nemendur fara til Danmerkur síðar í mánuðinum auk þess sem fimm nemendur fara til Belgíu og fjórir til Grikklands.

„Skólinn er með vottun (VET Mobility Charter) frá Rannís, alþjóðaskrifstofu Erasmus+ á Íslandi, sem gerir okkur einfaldara um vik að sækja um Erasmus+-styrki til náms og þjálfunar og til þess að vinna að gæðaverkefnum á list- og verknámssviði,“ segir Ágústa og bætir við að styrkirnir borgi ferðir, gistingu og uppihald.

Þannig hafi til dæmis húsasmíðanemar og rafvirkjanemar verið sendir til Danmerkur og Eistlands, snyrtifræðinemar til Portúgals og Finnlands, sjúkraliðanemar til Spánar og textílnemar til Belgíu og Portúgals. „Samtals fara um 70 nemendur til útlanda á vegum skólans á árinu og síðan tökum við á móti 30 til 40 erlendum nemendum,“ segir hún. Mismunurinn skýrist af því að ekki sé um skiptinám að ræða í öllum tilfellum.

Sjá samtal við Ágústu í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert