Fengu eldskírn í Miðhrauni

Hallveig Guðmundsdóttir og Ómar Ágústsson voru á leið á æfingu …
Hallveig Guðmundsdóttir og Ómar Ágústsson voru á leið á æfingu í reykköfun þegar rútunni var snúið við og stefnt beint að brunanum í Garðabæ. Þau og 15 aðrir nemar voru meðal þeirra fyrstu á vettvang. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hallveig Guðmundsdóttir og Ómar Ágústsson voru meðal 15 slökkviliðsnema sem aðstoðuðu við slökkvistarf í stórbrunanum í Miðhrauni í Garðabæ í vikunni. Þau voru fullbúin og á leið á æfingu þegar kallið kom.

„Við vorum á leið í verklega reykköfun, kalda reykköfun, á æfingu í St. Jósefsspítala. Öll saman í galla, alveg tilbúin,“ segir Hallveig. „Við vissum að Hafnarfjarðarstöðin var á leiðinni í útkall og svo kom F1, eldur í Miðhrauni,“ segir Hallveig en F1 er hæsta viðbúnaðarstig viðbragðsaðila hérlendis.

„Við vorum í strætónum sem við erum með, 15 slökkviliðsmenn, sáum reykinn og okkur var bara snúið við,“ segir Ómar. Nemendarútunni var stefnt beint í Miðhraunið og voru þau meðal þeirra fyrstu á vettvang.

Hallveig segir að þessi reynsla fari klárlega í reynslubankann en verkefnin sem nemarnir voru settir í voru fjölbreytt og erfið. „Maður fær þetta beint í æð hvað það er mikið í húfi. Þarna fær maður miklu meiri tilfinningu fyrir því hvað felst í þessu starfi. Þetta krefst mikilla líkamsburða og maður þarf að bera þunga hluti og það er erfitt að vera með búnaðinn á sér í svona langan tíma.“

Sjá viðtal við Hallveigu og Ómar í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert