Mikill viðbúnaður vegna umferðarslyss

map.is
map.is map.is

Mikill viðbúnaður er vegna umferðarslyss í botni Hestfjarðar í Ísafjarðardjúpi sem átti sér stað fyrir skömmu. Tilkynnt var um tvo slasaða, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Ísafirði. Viðbragðsaðilar eru á leið á vettvang, meðal annars slökkvilið með klippur og læknir, en þyrla Landhelgisgæslunnar hefur einnig verið ræst út.

Djúpvegur inni í Hestfjarðarbotni er lokaður vegna slyssins.

Uppfært klukkan 18:34:

Þyrla Landhelgisgæslunnar var að lenda við Landspítalann í Fossvogi.

Uppfært klukkan 19:15:

Samkvæmt frétt RÚV var einn fluttur slasaður með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur eftir slysið, en annar fluttur til aðhlynningar á sjúkrahúsið á Ísafirði. Tveir voru í bílnum. Svo virðist sem ökumaður bílsins hafi misst stjórn á bílnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert