Handtóku sex ökumenn

mbl.is/Eggert

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók sex ökumenn í gærkvöldi og í nótt fyrir akstur undir áhrifum áfengis og eða fíkniefna. 

Þrír þeirra voru handteknir í Hafnarfirði (Melabraut, Suðurhellu og við Hjallahraun) grunaðir um akstur bifreiðar undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Tveir eru einnig kærðir fyrir ítrekaðan akstur sviptir ökuréttindum. Þeim var öllum sleppt að lokinni sýnatöku.

Þrír voru handteknir í miðborginni og austurhluta Reykjavíkur (Bergþórugötu, Snorrabraut og Miklubraut) grunaðir um akstur bifreiðar undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Einn þeirra er einnig kærður fyrir að aka yfir á rauðu ljósi og annar fyrir að aka ítrekað án þess að hafa öðlast ökuréttindi. Þremenningarnir voru allir látnir lausir að lokinni skýrslu- og sýnatöku. 

Karlmaður er vistaður í fangageymslu lögreglunnar eftir að hafa verið handtekinn í annarlegu ástandi í Skútuvogi um áttaleytið í gærkvöldi. Hann er grunaður um eignaspjöll.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert