Nýtt torg á Klambratúni

Nýja torgið. Efnisvalið tekur mið af Kjarvalsstöðum sem eru í …
Nýja torgið. Efnisvalið tekur mið af Kjarvalsstöðum sem eru í grenndinni. Ljósmynd/Þráinn Hauksson

Nýtt torg á Klambratúni, sem unnið hefur verið að undanfarin misseri, er nú tilbúið. Aðalhönnuður þess er Elízabet Guðný Tómasdóttir, landslagsarkitekt hjá Landslagi. Torgið er staðsett sunnan við Kjarvalsstaði.

Torgið opnar möguleika á að færa mannlífið á Klambratúni inn á Kjarvalsstaði og starfsemi safnins út undir bert loft, segir í frétt á heimasíðu Reykjavíkurborgar.

Í Morgunblaðinu í dag segir Ólöf Kristín Sigurðardóttir, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur, tilkomu torgsins tengja safnið betur við Klambratún og að í framtíðinni verði það nýtt með margvíslegum hætti í sýningarstarfinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert