Rödd veðráttunnar

Veturinn er að færast yfir, segir Bjarki, hér við hitamælana, …
Veturinn er að færast yfir, segir Bjarki, hér við hitamælana, og veðurstofuhúsið við Bústaðaveg í baksýn. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Já, mér finnst gaman að fylgjast með veðrinu og hvernig allt í náttúrunni breytist. Að undanförnu hefur verið kuldi og snjókoma fyrir norðan og á Vestfjörðum og nú er útlit fyrir að veturinn sé að færast yfir hér sunnanlands. Útlitið var þannig þegar ég leit á kortin nú áðan.“

Þetta segir Bjarki Kaldalóns Friis á Veðurstofu Íslands í Morgunblaðinu í dag. Það bera sennilega fáir jafnkuldalegt nafn og Bjarki, sem í gærmorgun var á vaktinni á Veðurstofunni og tók þar hlýlega á móti blaðamanni.

Millinafnið vakti eðlilega fyrstu spurningu um uppruna, sem er sá að í móðurætt er Bjarki langafabarn Sigvalda Kaldalóns, læknis og tónskálds. Fyrir öld var Sigvaldi læknir vestur við Ísafjarðardjúp og tók þá upp nafnið Kaldalóns, með vísan til staðhátta innst í Djúpinu.

Sjá samtal við Bjarka Kaldalóns Friis í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert