Gott veður og óvenjugóð færð

Jörðin er auð í Árneshreppi.
Jörðin er auð í Árneshreppi. Ljósmynd/Jón G. Guðjónsson

Veðrið hefur mjög gott það sem af er desember í Árnes­hreppi á Strönd­um. Veðurhæð hefur að mestu verið róleg þótt aðeins hafi blásið hluta úr dögum, samkvæmt Jóni G. Guðjóns­syni, veður­at­hug­un­ar­manni í Litlu-Ávík.

Jörð var alhvít fyrstu sex daga mánaðarins en frá sjöunda degi var jörðin flekkótt. Jörð var auð í morgun segir Jón í pistli vegna þess að það sé ótrúlegt að sjá veginn úr Árneshreppi sagðan auðan á vef Vegagerðarinnar á þessum árstíma.

Eins og sjá má á þessu korti eru vegir á …
Eins og sjá má á þessu korti eru vegir á Ströndum greiðfærir. Ljósmynd/Vegagerðin

Jón segir að á Veðurstofunni sé miðað við snjólag klukkan níu að morgni jóladags þegar fólk veltir því fyrir sér hvort jól verði rauð eða hvít. 

Miðað við veðurspár fram í tímann reiknar Jón alveg eins með að verði auð jörð, eða sama sem rauð jól að morgni jóladags, en í mesta lagi að verði flekkótt, aðeins snjór á jörðu.

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert