„Fólk er hérna fjúkandi af reiði“

Margir bíða eftir því að keyra um Kjalarnesið.
Margir bíða eftir því að keyra um Kjalarnesið. Ljósmynd/Aðsend

Löng röð hefur myndast við vegalokun á gatnamótum Þjóðvegar 1 og Þingvallavegar. Fólk í röðinni er mjög pirrað á lokuninni á veginum um Kjalarnes en vonskuveðrið áðan virðist liðið hjá.

Einn þeirra sem bíður í röðinni ræddi við mbl.is og sagði að líklega væru um 50 bílar í röðinni. Hann sagði að veðrið væri stillt, einungis væri smá slabb á veginum, og því ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að hleypa umferð um Kjalarnes.

„Fólk er hérna fjúkandi af reiði,“ sagði maðurinn og bætti við að enginn fyki vegna veðurs. Fólk tæki pirringinn út á björgunarsveitarfólki sem gerði eins og því er sagt en Vegagerðin stjórnar því hvenær vegurinn opnar.

Uppfært: Búið er að opna fyrir umferð um veginn um Kjalarnes. Þá er einnig búið að opna fyrir umferð um Hellisheiði og Þrengsli, en vegurinn um Mosfellsheiði er enn lokaður samkvæmt vef Vegagerðarinnar.

Eins og sjá má bíða margir eftir því að komast …
Eins og sjá má bíða margir eftir því að komast leiðar sinnar. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert