Fatahönnuðir framtíðar sýna verk sín

Það er ávallt mikið um dýrðir á þessari árlegu keppni …
Það er ávallt mikið um dýrðir á þessari árlegu keppni og sýningu þar sem fatahönnuðir framtíðarinnar spreyta sig. Ljósmynd/Aðsend

Hönnunarkeppnin Stíll fer fram í íþróttahúsinu Digranesi í Kópavogi dag á milli klukkan 15 og 17, en þar keppa yfir 150 unglingar af landinu öllu í fatahönnun, hárgreiðslu, förðun og fleiru.

Viðburðurinn er á vegum Samfés, en þemað í keppninni í ár er „90‘s“, sem þýðir að fatnaðurinn sem ungmennin hanna er innblásinn af tískustraumum níunda áratugarins, en ungmennaráð Samfés valdi þema ársins.

Victor Berg Guðmundsson framkvæmdastjóri Samfés segir í samtali við mbl.is að húsi opni kl. 13 í dag, en þá geta allir sem vilja komið og fylgst með keppendunum, sem eru í þrjátíu teymum, vinna að undirbúningi keppninnar á sérstökum vinnusvæðum.

Mynd frá undirbúningi keppenda á Stíl í fyrra.
Mynd frá undirbúningi keppenda á Stíl í fyrra. Ljósmynd/Aðsend

„Síðan hefst sýningin, fyrir þá sem vilja sjá þetta á sviðinu, kl. 15,“ segir Victor Berg, sem lofar flottri hönnun og skemmtilegri sýningu.

Aðgangseyrir er 500 krónur, en ókeypis er fyrir 16 ára og yngri. Stíll hefur verið haldinn árlega frá árinu 2001, en þá var keppnin einmitt líka haldin í íþróttahúsinu Digranesi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert