Hálka víðast hvar á vegum landsins

Vetrarfærð er víðast hvar á landinu samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Hálka, hálkublettir eða snjóþekja á vegum. Hálkublettir eru á flestum stofnbrautum á höfuðborgarsvæðinu.

Greiðfært er á Reykjanesbraut, Grindavíkurvegi og Kjalarnesi en hálkublettir eða hálka á öðrum leiðum. Hálka, hálkublettir eða snjóþekja er á vegum á Vesturlandi. Víðast hvar er hálka eða snjóþekja á vegum á Vestfjörðum en þæfingsfærð í vestanverðum Hrútafirði og norður í Árneshrepp.

Hálka, hálkublettir eða snjóþekja er á vegum á Norður- og Norðausturlandi en þæfingsfærð í Dalsmynni. Hálka, hálkublettir eða snjóþekja er á vegum á Austurlandi.

Hálka eða hálkublettir eru með suðausturstöndinni og á Suðurlandi eru víðast hvar hálkublettir eða hálka en þó er greiðfært á nokkrum köflum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert