Sex vilja stýra Barnaverndarstofu

Barnaverndarstofa er til húsa í Borgartúni.
Barnaverndarstofa er til húsa í Borgartúni. mbl/Arnþór Birkisson

Sex umsækjendur eru um embætti forstjóra Barnaverndarstofu en félagsmálaráðuneytið birti nöfn umsækjendanna á vefsvæði sínu á vef Stjórnarráðsins í dag.

Félagsmálaráðherra skipar í stöðuna til fimm ára að undangengnu mati sérstakrar hæfnisnefndar og rann umsóknarfrestur út 28. janúar.

Á meðal umsækjenda er Heiða Björg Pálmadóttir, starfandi forstjóri Barnaverndarstofu, en hún tók við þegar Bragi Guðbrandsson, fyrrverandi forstjóri stofnunarinnar, fór í leyfi.

Nöfn umsækjenda:

Birna Guðmundsdóttir

Guðlaug María Júlíusdóttir.

Heiða Björg Pálmadóttir.

Katrín Jónsdóttir.

Róbert Ragnarsson.

Svala Ísfeld Ólafsdóttir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert