Von á hríð og skafrenningi

Frá klukkan 10 í fyrramálið verða 15-20 metrar á sekúndu …
Frá klukkan 10 í fyrramálið verða 15-20 metrar á sekúndu með hríð og takmörkuðu skyggni frá Sandskeiði og austur fyrir fjall. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Veður fer versnandi á undan hitaskilum í fyrramálið á Suður- og Suðvesturlandi og frá klukkan 9 má búast við talsverðri snjókomu á Hellisheiði.

Fram kemur í athugasemd frá veðurfræðingi á vef Vegagerðarinnar að búast megi við skafrenningi og frá klukkan 10 verða 15-20 metrar á sekúndu með hríð og takmörkuðu skyggni frá Sandskeiði og austur fyrir fjall. Búast má við að veðrið gangi yfir skömmu eftir hádegi og að það lægi og hláni upp úr klukkan eitt. Svipuð staða verður í Þrengslum og á Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði. 

Einnig má búast við snjókomu á norðvestanverðu landinu og á Austurlandi um tíma eftir hádegi á morgun.

Seint annað kvöld fer aftur að rigna sunnan til á landinu. Hiti verður á bilinu 0 til 6 stig sunnanlands síðdegis á morgun, en vægt frost fyrir norðan. 

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert