Gekk eftir vírnum á brúnni við Jökulsárlón

„Við vorum að keyra hérna yfir brúna og þá var maðurinn að labba á handriðinu,“ segir Pétur Eggertz leiðsögumaður, en hann varð vitni að því þegar maður labbaði eftir vírnum á brúnni við Jökulsárlón í dag.

Pétur var að koma keyrandi yfir brúna þegar hann kom auga á eitthvað á vírnum á milli stólpa, sem hann vissi ekki fyrst hvað var. Þegar nær var komið kom í ljós að þetta var maður að ganga á vírnum.

„Hann hefur farið talsvert hátt upp, enda eru stólpar sitt hvoru megin. Og hann var bara á röltinu þarna á milli. Þetta var bara eitthvert sport hjá honum. Svo þegar einhverjir höfðu ætlað að tala við hann þá skilst mér að hann hafi hlaupið upp í bíl og keyrt í burtu,“ sagði Pétur.

Hann telur að viðkomandi hafi verið á eigin vegum, en aðrir leiðsögumenn sem hafi verið viðstaddir tóku niður númer bílsins og ætluðu að hafa samband við lögreglu.

Myndskeiðið sem Pétur birti má sjá hér að ofan. 

Brúin yfir jökulsá á Breiðamerkursandi.
Brúin yfir jökulsá á Breiðamerkursandi. mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert