Lækka tolla til að bregðast við skorti

Lambakjöt hefur verið selt úr landi, og nú stefnir í …
Lambakjöt hefur verið selt úr landi, og nú stefnir í skort. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir það hafa legið fyrir vikum saman að það stefndi í skort á lambahryggjum. Afurðastöðvarnar hafi hins vegar sagst eiga nóg, og ráðuneytið tekið þær á orðinu.

Nú, þegar stutt sé í að skortur bitni á neytendum komi loks tillaga frá ráðgjafarnefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara um tímabundinn innflutningskvóta á lægri tollum, en að hún sé ófullnægjandi.

Ráðgjafarnefndin hefur lagt til að á tímabilinu 29. júlí til 30. ágúst megi flytja inn lambahryggi og -sneiðar með 172 króna magntolli á hvert kíló, í stað almennra tolla sem eru 382 króna magntollur og 30% verðtollur.

Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Ljósmynd/Aðsend

Félagi atvinnurekenda þykir of laust í rassinn gripið þar, ef svo má að orði komast. Fjórar vikur séu of skammur tími enda taki það innflytjendur tíma að finna rétt kjöt og koma til landsins. Ekki sé heldur hlaupið að því að finna lambakjöt sem hefur verið í frysti í 30 daga, en frystiskylda á innfluttu kjöti verður ekki afnumin fyrr en í nóvember.

„Líklegasta niðurstaðan er sú að á næstu vikum verið skortur á lambakjöti og loks þegar tekist hafi að flytja kjöt til landsins verði sláturtíð í þann veginn að hefjast,“ segir Ólafur og bætir bið að málið sé dæmi um hve öfugsnúið landbúnaðarkerfið sé, þar sem hagsmunir neytenda séu ekki hafðir í fyrirrúmi.

„Innlendar afurðastöðvar hafa selt lambahryggi til útlanda í stórum stól á verði sem er miklu lægra en það sem innlendri verslun stendur til boða. Þannig er búinn til skortur sem hefur orðið til þess að á undanförnum vikum hefur innlent kindakjöt hækkað í verði.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert