Vetraráætlun tekur gildi á morgun

mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Vetraráætlun Strætó tekur gildi á morgun og verða þá ákveðnar breytingar gerðar á leiðakerfi fyrirtækisins. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

Leið 5 hefur í gegnum árin ekið á milli Nauthóls og Norðlingholts en leiðin mun nú skiptast í tvennt á virkum dögum í vetur. Leið 5 mun aka milli BSÍ og Norðlingaholts og ný leið, leið 8, mun aka á milli Nauthóls og BSÍ. Breytingin er gerð til þess að létta álaginu af leið 5 og gera hana áreiðanlegri, sérstaklega á annatímum segir í tilkynningunni.

Leið 8 mun ekki aka um helgar og í staðinn mun leið 5 aka sína hefðbundnu leið milli Norðlingaholts og Nauthóls. Leiðir 18, 24 og 28 munu aka samkvæmt hefðbundinni vetraráætlun frá og með mánudeginum 19. ágúst. Í stað þess að aka á 30 mínútna fresti á  fresti allan daginn þá aka leiðirnar á 15 mínútna fresti á annatíma.

Vetraráætlun tekur gildi á Suðurnesjum frá og með mánudeginum 19. ágúst en í öðrum landshlutum sunnudaginn 8. september.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert