Borgarstjóri minnist Guðrúnar Ögmundsdóttur

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Guðrún Ögmundsdóttir á góðri stund …
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Guðrún Ögmundsdóttir á góðri stund á liðnu sumri í Gleðigöngunni. Ljósmynd/Aðsend

„Það urðu allir ríkari af því að kynnast Gunnu Ö. Engum hef ég kynnst sem hafði jafn mikið og djúpt innsæi í samskipti fólks og hópa. Gunna var örlát á ráð og reynslu og varð hvarvetna "límið" í þeim félagsskap sem hún gekk til liðs við - og oftar en ekki sjálfskipaður veislustjóri - því enginn var meiri stemmningsmanneskja eða skemmtilegri á góðri stund.“ Þetta segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri meðal annars um Guðrúnu Ögmundsdóttur sem féll frá í gærmorgun.

Vorið 2018 tók hún sér sæti í borgarstjórnarflokk Samfylkingarinnar. Síðasta opinbera þátttaka hennar sem borgarfulltrúa var í síðustu gleðigöngu áður en hún tók sér veikindaleyfi eins og meðfylgjandi mynd sýnir af þeim flokkssystkinum.  



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert