Ótímabært að ræða inngrip stjórnvalda

Fulltrúar Eflingar og Reykjavíkurborgar funda hjá ríkissáttasemjara. Ótímabundið verkfall ríflega …
Fulltrúar Eflingar og Reykjavíkurborgar funda hjá ríkissáttasemjara. Ótímabundið verkfall ríflega 1.800 félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg stendur yfir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Forsætisráðherra segir umræðu um aðkomu stjórnvalda að deilum á vinnumarkaði með lagasetningu ótímabæra og að hún hafi ekki komið til. 

Katrín Jakobsdóttir var gestur Jóhönnu Vigdísar Hjaltadóttur í Kastljósi á RÚV í kvöld þar sem þær ræddu stöðuna í samfélaginu. Ótímabundið verkfall ríflega 1.800 félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg stendur yfir og hafa aðildarfélög BSRB samþykkt verkföll sem myndu taka til um 15.400 manns, takist ekki að semja fyrir 9. mars.

Katrín Jakobsdóttir var gestur Jóhönnu Vigdísar Hjaltadóttur í Kastljósi á …
Katrín Jakobsdóttir var gestur Jóhönnu Vigdísar Hjaltadóttur í Kastljósi á RÚV í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Katrín sagði stöðuna vissulega alvarlega en hún væri hóflega bjartsýn á að vinna samninganefndar ríkisins, svo sem á vettvangi breytinga á vakta- og dagvinnukerfi, skilaði árangri.

Talið barst einnig að kólnandi efnahagskerfi og sagði Katrín ríkisstjórnina vinna markvisst að því að vinna gegn þessum slaka, og hún hefði boðað aukna innspýtingu í efnahagskerfið. Þar gæti losun eignarhlutar ríkisins í Íslandsbanka t.d. nýst til fjárfestinga í öðrum innviðum, svo sem raforku- og fjarskiptakerfi, sem og í rannsóknum, þróun og nýsköpun svo hægt væri að tryggja fjölbreytileika íslensks atvinnulífs til frambúðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert