Borgin mun vakta sérstaklega börn innflytjenda

mbl.is/Kristinn Magnússon

Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar ætlar að setja á laggirnar sérstaka vakt fyrir foreldra og börn af erlendum uppruna. Hefur þessi hópur einangrast mjög undanfarið vegna útbreiðslu kórónuveiru hér á landi.

Er svo komið að tekið er að fjara undan tengslum þessara barna við skóla sinn, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

„Staða þessara barna er mikið áhyggjuefni. Á sama tíma berast okkur þau tíðindi að foreldrarnir hafi einnig lokað sig af. En þeir segja; ef ég veikist þá höfum við ekkert bakland hér,“ segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar.

Sabine Leskopf, formaður fjölmenningarráðs Reykjavíkurborgar, segir hljóðið í innflytjendum vera „allt öðruvísi“ en í Íslendingum. Þeir hafi miklar áhyggjur af kórónuveirunni og vilji frekar hafa börnin heima en í skólanum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert