Leiðin heim flókin fyrir marga

Margir íslenskir ferðalangar myndu helst vilja sjá Ísland út um …
Margir íslenskir ferðalangar myndu helst vilja sjá Ísland út um flugvélargluggann um þessar mundir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Enn eru um 300 Íslendingar erlendis sem eru á leið heim eða hafa ekki fundið greiða leið heim og er því staðan svipuð og fyrir helgi, segir María Mjöll Jónsdóttir, deildarstjóri upplýsingadeildar utanríkisráðuneytisins, í samtali við mbl.is nú í kvöld. 

Segir hún að þegar hafi verið haft samband við hátt í fjögur þúsund Íslendinga erlendis, með einum eða öðrum hætti, og að nú séu samkvæmt þeirra upplýsingum um þrjú hundruð Íslendingar erlendis „sem eiga bókað flug á næstu dögum eða eru í meiri vandræðum með að komast heim“. Af þeim séu um hundrað manns sem eiga fram undan mjög flókna leið heim, sem dæmi vegna þess að þau eru mjög langt frá Íslandi eða vegna þess að landamæri eru sums staðar alveg lokuð.

Þá er vitað af stórum hópi Íslendinga á Spáni sem ætti að komast heim með flugi Icelandair í vikunni. 

Aðspurð segir María Mjöll að utanríkisráðuneytið hafi ekki verið sérstaklega í sambandi við Íslendinga erlendis sem leiti leiðar heim og séu veikir af Covid-19. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert