Vísbending um að botninum sé náð

Álverð er á uppleið á heimsmarkaði.
Álverð er á uppleið á heimsmarkaði. mbl.is/Árni Sæberg

Sérfræðingar telja hækkandi hrávöruverð benda til aukinnar bjartsýni eftir að greint var frá árangri við þróun þriggja bóluefna gegn kórónuveirunni. Vegna þessa árangurs kunni kórónuveirukreppan að hafa náð hámarki en hún er ein dýpsta efnahagskreppa síðustu hundrað ára.

Meðal annars hefur álverð hækkað um tugi prósenta eftir að það náði lágmarki í kjölfar þess að veiran lamaði hagkerfi Vesturlanda síðastliðið vor.

Brynjólfur Stefánsson sérfræðingur hjá Íslandssjóðum segir það eiga þátt í aukinni eftirspurn að Kína og mörg önnur Asíuríki séu lengra komin í endurreisninni en Evrópa og Bandaríkin.

Spurður í Morgunblaðinu í dag hvaða áhrif hækkandi álverð hafi á íslenskan áliðnað bendir Brynjólfur á að framleiðslan hafi verið stóraukin í Kína síðustu ár og framboð á áli aukist mikið sem geri aðstæður á álmarkaði krefjandi. Hins vegar séu hækkanir síðustu daga án efa góðar fréttir fyrir framleiðendur, þar með talið íslenska.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert