Stal vínflösku frá veitingastað

Tilkynnt var um mann stela vínflösku frá veitingastað í miðbæ Reykjavíkur upp úr klukkan hálfníu í gærkvöldi. Maðurinn var handtekinn skömmu síðar og vistaður sökum ástands í  fangageymslu lögreglu. Hann var í annarlegu ástandi er grunaður um gripdeild og brot á vopnalögum.

Skömmu áður var tilkynnt um konu í annarlegu ástandi í hverfi 108. Konan gat ekki sagt til nafns eða framvísað skilríkjum. Hún var handtekin og vistuð sökum ástands í fangageymslu lögreglu.

Tilkynnt var um eignaspjöll í miðbæ Reykjavíkur upp úr klukkan níu í gærkvöldi. Brotin var rúða í tóbaksverslun. Eigandinn var inni í versluninni og sá tvo unga menn hlaupa frá vettvangi.

Rúða var einnig brotin í skartgripaverslun laust fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi.

Klukkan hálftvö í nótt var bifreið stöðvuð í Mosfellsbæ  Ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna og fór hann ekki að fyrirmælum lögreglu.

Tilkynnt var um mann í annarlegu ástandi í Grafarholti laust fyrir klukkan þrjú í nótt.  Maðurinn er grunaður um vörslu fíkniefna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert