Jóhann Steinar nýr varaformaður UMFÍ

Jóhann Steinar Ingimundarson, nýr varaformaður UMFÍ
Jóhann Steinar Ingimundarson, nýr varaformaður UMFÍ Ljósmynd/Aðsend

Jóhann Steinar Ingimundarson hefur tekið við varaformannsembætti Ungmennafélags Íslands, UMFÍ, af Ragnheiði Högnadóttur, sem mun nú verða formaður framkvæmdastjórnar. Þegar stjórnin tók við haustið 2019 var ákveðið að Jóhann og Ragnheiður skyldu hafa sætaskipti um mitt stjórnartímabil.

Ragnheiður Högnadóttir
Ragnheiður Högnadóttir Ljósmynd/Aðsend

Jóhann tók sæti í stjórn UMFÍ á sambandsþingi haustið 2017 og hefur verið formaður framkvæmdastjórnar síðan þá. Hann starfaði í aldarfjórðung fyrir UMF Stjörnuna í Garðabæ. Ragnheiður og Jóhann segja fjölmörg verkefni vera fram undan á vettvangi stjórnar og þjónustumiðstöðvar UMFÍ. 

Sambandsþing UMFÍ verður haldið í október á þessu ári þar sem mikilvægt er að ræða lífið og lærdóm eftir Covid-faraldurinn, stöðu og hlutverk íþróttahéraða, skiptingu lottótekna innan hreyfingarinnar ásamt ákvörðun um framtíðarstefnu UMF. Sú vinna er að hefjast og mun grundvallast á samtali við grasrót samtakanna, að því er segir í fréttatilkynningu um varaformannsskiptin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert