Lokað fyrir umferð að gosstöðvunum

Mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

Suðurstrandarvegur er opinn fyrir almenna umferð en lokað er fyrir umferð að gosstöðvunum. Ákvörðun um framhaldið verður tekin eftir fund viðbragðsaðila klukkan 9:00. Hraði er tekinn niður í 30 km/klst. á Festarfjalli.

Vetrarfærð er víða á landinu en það er að mestu greiðfært á Suðausturlandi að því er segir á Twitter-síðu Vegagerðarinnar.

Ófært er norður í Árneshrepp en verið er að moka og vonast til að verði orðið fært fyrir hádegi. Á sunnanverðri Dynjandisheiði, í Pennusneiðingnum og þar fyrir neðan, er mjög grófur vegur sem getur verið hættulegur litlum bílum.

Þæfingsfærð er frá Hofsósi að Ketilási og í Héðinsfirði. Vegurinn um Öxi er lokaður vegna snjóa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert