Íslenski karlmaðurinn fannst látinn í Svíþjóð

Íslenskur karlmaður sem hefur verið saknað í Svíþjóð fannst látinn …
Íslenskur karlmaður sem hefur verið saknað í Svíþjóð fannst látinn í dag. mbl.is

Íslenskur karlmaður sem hefur verið saknað í Svíþjóð fannst látinn í dag, að því er fram kemur á sænska fjölmiðlinum Ölandsbladet.

Fram kemur að lík mannsins hafi fundist í sjónum í Köpingsvik nálægt þeim stað er hann sást síðast á sæþotu.

Greint var frá því í síðustu viku að leitað væri að fertugum íslenskum karlmanni sem fallið hafði í sjóinn við sænsku eyjuna Öland laugardaginn 25. september. Sjónarvottar höfðu þá tilkynnt um að maður í blautbúningi hefði fallið af sæþotu um 200 metra frá landi og var hann ekki klæddur í björgunarvesti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert