55 kórónuveirusmit greindust innanlands

Frá skimun vegna Covid-19 á Suðurlandsbraut.
Frá skimun vegna Covid-19 á Suðurlandsbraut. mbl.is/Eggert Jóhannesson

55 kór­ónu­veiru­smit greindust innanlands í gær. 16 voru utan sóttkvíar við greiningu. 31 af þeim sem greindust voru óbólusettir en hinir 24 voru fullbólusettir. Níu eru á sjúkra­húsi vegna Covid-19, þar af einn á gjörgæslu.

14 daga nýgengi innanlands á hverja 100.000 íbúa stendur nú í 128,7. Nýgengið á landamærunum er nú 7,4.

1.987 eru í sóttkví, 386 í einangrun og 408 í skimunarsóttkví.

Eitt virkt smit greindist við landamærin í gær.

Tæplega 3.000 sýni voru tekin í gær. Um 3% sýna í sóttkvíar- og handahófsskimun, sem og í einkennasýnatöku, voru jákvæð. Hlutfallið var innan við 1% hvað varðar landamæraskimun.

Fréttin hefur verið uppfærð

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert