„Frábærar fréttir,“ segir forstjóri Niceair

Þorvaldur Lúðvík, forstjóri Niceair, gleðst yfir því að fleiri ætli …
Þorvaldur Lúðvík, forstjóri Niceair, gleðst yfir því að fleiri ætli sér að hefja áætlunarflug frá Akureyri. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Niceair, sem flýgur frá Akureyrarflugvelli, segir það frábærar fréttir fyrir félagið og landið allt að þýska flugfélagið Condor hafi í hyggju að hefja áætlunarflug milli Frankfurt og Akureyrar og Egilsstaða á næsta ári.

„Við það stækkar áfangastaðurinn Ísland, og Norður- og Austurland fær frekari kynningu í erlendum fjölmiðlum. Þessu ber að fagna og verður ugglaust frábær viðbót við sumaráætlun okkar á næsta ári,“ segir hann í færslu á Facebook.

„Þessi áform kristalla að við erum þrátt fyrir allt ekki alveg úti á túni með okkar hugmyndir og langvarandi væll um uppbyggingu á Akureyri og Egilsstöðum á heldur betur rétt á sér,“ skrifar hann og bætir við í lokin: „Það getur verið erfitt að vera einn, en fleiri en einn og þá er partí. Maður er manns gaman.“
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Niceair.
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Niceair.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert