„Ákveðið sanngirnismál“

Karl segir þetta sanngirnismál.
Karl segir þetta sanngirnismál. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Karl Björnsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir það ánægjulegt að frumvarp um breytingu á lögum um tekjuskatt sé á þingmálaskrá.

Sambandið hefur lengi bent á það að þeir sem lifa eingöngu á fjármagnstekjum borgi ekki útsvar til sveitarfélaga.

„Við erum búin að benda á þetta lengi að það sé í raun og veru misræmi í þessu, að þeir sem fá launatekjur borga sitt útsvar til sveitarfélaga en þeir sem lifa eingöngu á fjármagnstekjum nýta sér þjónustu sveitarfélaga en greiða ekkert. Þetta er ákveðið sanngirnist mál,“ segir hann.

Karl segir útfærsluna verða flókna en mikilvægt sé að stíga skrefið.

„Þetta verður flókið útfæra þetta. En þetta verður spennandi verkefni og við erum tilbúin að taka þátt í því að þróa það.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert