„Getum ekki einu sinni sturtað niður“

Elvar og fjölskylda fylgjast með Strákunum okkar. Þau þurfa að …
Elvar og fjölskylda fylgjast með Strákunum okkar. Þau þurfa að gera sér spjaldtölvu að góðu sem er nettengd í gegnum síma. Ljósmynd/Aðsend

„Þetta er alveg skelfilegt. Við erum alveg háð rafmagni. Við missum vatn og allt saman, við getum ekki einu sinni sturtað niður,“ segir Elvar Eyberg Halldórsson, íbúi í Höfnum á Reykjanesi, en rafmagnslaust hefur verið á öllum Suðurnesjum síðan upp úr klukkan þrjú síðdegis.

„Er ekki 10 stiga frost? Ég er í timburhúsi og það á eftir að kólna hratt hjá mér. Svo er leikur í gangi en ég bjarga mér með nettengdum síma sem ég tengi við spjaldtölvu.“

Elvar Eyberg Halldórsson
Elvar Eyberg Halldórsson Ljósmynd/Aðsend

Elvar segist ekki vera óvanur rafmagnsleysinu en hann segir rafmagnsleysi mjög algengt í Höfnum.

„Þetta kemur illa við okkur. Við erum ekki í alfaraleið, við erum 9 km frá Fitjum.“

Frá Höfnum á Reykjanesi.
Frá Höfnum á Reykjanesi. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert